Forseti lýðveldisins hagnast um 4 Mkr

Síðastliðinn föstudag barst tilkynning úr forsetahöllinni á Bessastöðum að forseti Indlands, Pratibha Patil og indversk stjórnvöld, hafi boðið forseta Íslands  að koma í opinbera heimsókn til Indlands í janúar næstkomandi og taka  við Nehruverðlaununum.  Reyndar var það í apríl 2008, sem landslýð var tilkynnt að forseti vor hafi skipað sér á bekk með Robert Mugabe og fleiri misheppnuðum þjóðarleiðtogum og hlotið hin eftirsóttu Nehruverðlaun. Þá þótti ástæða til að nefna að með viðurkenningarskjali fengi forsetinn 5mill rúpíur eða 9 mill krónur. Sennilega hefur láðst að nefna það í tilkynningunni á föstudaginn að þessar rúpíur væru nú orðnar að 13mill kr. Er ekki gott fyrir Steingrím að vita að þessu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband