Furðuleg þjóð þessir Íslendingar

     Í dag var verið að stíga fyrsta skrefið til nýbyggingar Landspítalans. Fjárfesting upp á aðeins 33.000Mkr. Var ekki verið að ræða um það fyrir tíu mánuðum síðan hvort við ættum að klára Tónlistarhúsið fyrir hvorki meira né minna en 12.000Mkr. Við stukkum á það. Stendur ekki til að skera duglega niður kostnað í ríkisgeiranum og þá aðallega  hjá spítölunum. Vöruskriftajöfnuðurinn það sem af er árinu dugir ekki til að borga bara vextina af "Icesave". Til stendur að taka þennan nýja spítala í notkun 2016 á sama ári og við byrjum að borga afborganir af "Icesave". Ætli það þurfi ekki blóðugan niðurskurð til að standa við þær skuldbindingar. Þetta getur aldrei gengið upp. Þurfum að byggja upp atvinnulíf sem skaffar okkur gjaldeyrir, er það ekki mergurinn málsins ?

ErrErrErr


mbl.is Viljayfirlýsing undirrituð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er algjörlega sammála. þetta er algjörlega ga ga hvernig við erum að haga okkur.

Óli (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband