Fórnarlömb "Forsendubrestsins 2008", Sigtúnshópurinn

 

Þessi uppfjöllun fjallar um hverjir eru raunveruleg fórnarlömb hins svokallaða forsendubrests.

     Meðfylgjandi línurit sýnir hlutfall hækkunar á lánskjara- og launavísitölu milli ára (miðað er við júní vísitölu hvers árs). Eins og sést á Forsendubresturinn 2008 sér hliðstæður frá fyrri tíð. En árið 1983 átti sér stað jafnstór brestur og 2008. Kringum þennan forsendubrest var stofnaður Sigtúnshópurinn og man ég ekki betur en núverandi innanríkisráðherra hafi verið virkur í þessum hópi. Á þessum tíma var ekki talað um forsendubrest en útkoman var allavega vaxtabætur til þeirra sem verst voru staddir. Árið 1987 varð síðan "öfugur forsendubrestur" og auðvitað kvartaði enginn enda verðbólgan í 30% og  allt verðskyn löngu horfið.  Þetta happ fyrir lántakendur þurrkaðist síðan út árið 1989 þegar nýr forsendubrestur át upp happið. Frá 1991 til 2005 er verðbólgan í landinu innan við 5% og var það hinni svokallaðri þjóðarsátt að þakka.

     Í dag tala lántakendur síðustu ára um sig sem fórnarlömb forsendubrests og vissulega hafa þeir margir hverjir þunga byrði að bera. Það má benda þeim á hópurinn sem lenti í forsendubrestinum 1983 er líka að lenda í forsendubrestinum 2008. Þessi kynslóð er að fá á sig 30% lífeyrisskerðingu. Innan tíu ára fer þessi kynslóð á lífeyrir og á ekki möguleika á að vinna upp þessa skerðingu á þessum stutta tíma sem er fram að lífeyristöku. Þetta gildir reyndar ekki um opinbera starfsmenn, þar er ríkissjóður lífeyrissjóðurinn.

Við skulum vona að fórnarlömb síðasta forsendubrest  upplifi ekki annan forsendubrest eftir 30 ár. Getum við treyst á íslensku krónuna ?

Launa og lánskjaravísitala 2011 10 17


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband